top of page

Frjósemislæsi

Veistu hvenær þú ert frjósöm/-samur/-samt?

Hvað er frjósemislæsi?

Frjósemislæsi gengur út frá því að notandinn fylgist daglega með breytilegum einkennum líkamans og getur þar af leiðandi greint frá frjóum og ófrjóum dögum í hverjum tíðahring.

Frjósemislæsi er einnig þekkt sem náttúruleg fjölskylduáætlun (NFP) eða líkamslæsi. Það er regnhlífarhugtak yfir getnaðarvarnaaðferðir án hormóna sem allar byggjast á daglegri athugun mismunandi einkenna eins og blæðingar, grunnlíkamshiti, leghálsslím og útlit leghálsins. Einkennin gefa til kynna breytingar á hormónagildum sem eru hluti af reglulegum tíðahring. Útlit leghálsslímsins er mismunandi fyrir og eftir egglos en grunnlíkamshiti hækkar eftir egglos. Með því að iðka frjósemislæsi getur túrveran greint frá dögum með aukinni frjósemi fyrir egglos og einnig staðfest að egglos hafi átt sér stað, sem þýðir að frjósemistímabilinu er lokið í þessum tíðahring.

Berit(4of5)_edited_edited_edited.png

​Túrverur geta einungis orðið þungaðar í minna en sólarhring eftir egglos, eða í einn dag á nokkurra vikna fresti. Hins vegar geta sæðisfrumur undir góðum kringumstöðum lifað í þrjá til fimm daga í leggöngum. Samanlagða frjósemi beggja aðila þarf að hafa í huga þegar treyst er á frjósemislæsi sem getnaðarvörn.

Sumar frjósemislæsisaðferðir einbeita sér að einu einkenni, til dæmis leghálsslímgreining (Billings ovulation method) eða að mæla grunnlíkamshita. Hita- og einkennaaðferðir, eins og Sensiplan©, skoða samtímis fleiri einkenni til að hámarka öryggi aðferðarinnar.

istockphoto-1283849937-1024x1024_edited.

Það er mjög algengt að egglos eigi sér stað á mismunandi dögum í mismunandi tíðahringjum sem og breytingar á tíðahringjalengd. Þetta gerir spá um egglos sem er eingöngu byggð á fyrri tíðahringjalengdum ekki mjög áreiðanlega getnaðarvörn (einnig þekkt sem dagatalsaðferð). Frjósemislæsisaðferðir meta athuganirnar daglega þar til egglos hefur verið staðfest og hægt er að ganga úr skugga um ófrjósemi.

Kostir þess að iðka frjósemislæsi

engar aukaverkanir

kostnaðalítil

& 

umhverfisvæn

aukin þekking á líkamanum

&

aukin vitund um hringrás líkamans

dýpri samskipti með makanum

 

minni áhyggjur af ótímabærum þungunum

Þú tekur upplýstar ákvarðanir.
Ókostir frjósemislæsis
Skuldbinding allra maka nauðsynleg fyrir farsæla notkun aðferðarinnar

Kemur ekki í veg fyrir kynsjúkdóma

Egglos gerist ósjálfrátt og 

er líffræðilega nauðsynlegt;
sáðlát í líkama annarrar manneskju er 

alltaf val.

Frjósemislæsi í sambandi

Að iðka frjósemislæsi í sambandi dreifir ábyrgð á getnaðarvörn jafnt milli aðila ásamt því að aðlögun kynhegðunar býður upp á möguleika til að auka og dýpka samskipti, nýjar leiðir til að rækta nánd og óhefðbundnar leiðir til að veita unað.

Hvað þýðir að aðlaga kynhegðun?

Flestar frjósemislæsisaðferðir mæla með því að forðast að setja liminn í leggöng á frjóum dögum til að hámarka öryggi. Sum pör treysta á smokka, rofnar samfarir eða hettu á frjóum dögum og kallast þetta blandaðar aðferðir. 

Athugið að þegar þið notið smokka treystið þið á öryggi smokksins en ekki á frjósemislæsi!

Að stunda ekki samfarir þýðir ekki að forðast allar snertingar. Þess í stað getur það orðið tími þar sem þið skapið meðvitað nánd á annan hátt. Þið getið einnig verið nakin saman og notið þess að leika við hvort annað. Gætið þess vel að fá ekki sæði nálægt eða í leggöngin.

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir ykkur
Ræðið um nánd
hvað líkar ykkur, hvað veitir ykkur ánægju, hvað viljið þið prufa, hvað viljið þið breyta
Segðu upphátt hvað þú elskar við makann þinn &
hrósaðu hann reglulega
Gefið ykkur tíma til að skoða líkama hvors annars í smáatriðum -
uppgötvuð ný örvandi svæði, hrósið líkamshlutunum
Kyssist
Faðmist
Bjóddu makanum nudd
Teiknið (nektar)myndir af hvort öðru
Skoðið saman www.omgyes.com 
Finnið athafnir sem snúast ekki um kynlíf en eru samt æsandi fyrir ykkur bæði
Lærið tantra
Prófið hvort BDSM er fyrir ykkur
bottom of page