Í barneignahugleiðingum
Þetta námskeið mun kenna ykkur hvernig frjósemislæsi getur aukið líkurnar á þungun.
_edited.png)
Þessi frjósemisþjálfun stendur yfir í tvo mánuði og hittumst við í þrjú skipti. Hver fundur tekur ca. 1,5-2 tíma (samtals 5 tímar) og er blanda af dýrmætum upplýsingum um frjósemi og greiningu á gögnunum þínum. Þið getið einnig fengið aðstoð við úrvinnslu næsta tíðablaðs, óskið þið þess.
Æskilegt er að verðandi foreldrar taki þátt saman.
ÞESSI VEGFERÐ ER FYRIR YKKUR:
• Ef þið eruð í upphafi þess ferðalags að reyna að eignast barn.
• Ef þið viljið læra að greina hvenær frjósemi er sem mest.
• Ef þið viljið dýpka núverandi þekkingu á frjósemi.
• Ef þið viljið hagræða tímasetningu og verða ólétt. Sérstaklega ef tækifærin til að geta barn eru takmörkuð vegna vinnu-/ búsetu-/ sambandsaðstæðna.
ÞESSI VEGFERÐ ER EKKI FYRIR YKKUR:
• Ef þið eruð að glíma við þekkta tegund tíðavandamála eða frjósemiserfiðleika og eruð nú þegar í læknismeðferð.
• Ef þið viljið iðka frjósemislæsi til getnaðarvarna.
Athugið að þetta námskeið getur ekki tryggt þungun. Það getur aðeins aukið líkurnar á getnaði. Hér getið þið lesið meira um líkur á þungun.
Staðnámskeið á Höfuðborgarsvæðinu eða á Selfossi
Netnámskeið í gegnum Köru Connect
Tími: 3 skipti á 3-4 vikna fresti - þið veljið dagana
Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru
-
5 kennslutímar
-
hitamælir
-
gagnamappa
-
upplýsingahefti
-
ráðgjöf yfir þriggja mánaða tímabil
Verð: 85.000 kr
Hafðið samband við mig ef þið viljið skipta niður greiðslum.
Einnig er hægt að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum. Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu málið.