

Pearl - vísitalan

Pearl-vísitalan eða The Pearl Index(PI) er mælikvarði á öryggi getnaðarvarna. Örugg þýðir í þessu samhengi hversu vel getnaðarvörnin virkar til að koma í veg fyrir þungun. Aðferðin er kennd við vísindamanninn Pearl sem kynnti hana fyrst í kringum 1934.
Pearl-vísitalan er byggð á fjölda óæskilegra þungana meðal eitthundrað notenda getnaðarvarnarinnar á 12 tíðahringja tímabili (u.þ.b. eitt ár). Því lægri sem Pearl-vísitalan er, því betur virkar getnaðarvörn til þess að koma í veg fyrir óæskilega þungun.
Oftast má finna tvær vísitölur fyrir hverja getnaðarvörn, önnur þeirra fyrir fullkomna notkun og hin fyrir venjulega notkun.
Fullkomin notkun á við notkun eins og henni er ætlað, t.d. að taka pilluna á hverjum degi, á sama tíma og ekkert kemur fyrir sem dregur úr öryggi hennar. Ef það kemur til þungunar er um aðferðarvillu að ræða.
Venjuleg notkun á við hvernig getnaðarvörnin er notuð dagsdaglega því sumar tegundir eru auðveldari í notkun en aðrar. Hormónalykkjan er t.d. sett upp og ekki þarf að hugsa um hana frekar, á meðan að það gerist reglulega að notandinn gleymir að taka pilluna á réttum tíma. Ef það kemur til þungunar í þessu tilfelli er um notendavillu að ræða.
Það ber að hafa í huga að Pearl-vísitalan mælir eingöngu öryggi getnaðarvarna. Ekki er tekið tillit til þess hvort og að hve miklu leyti viðkomandi getnaðarvörn verji gegn kynsjúkdómum. Mundu að smokkurinn er besta vörnin til að koma í veg fyrir kynsjúkdómasmit.
Þessi tafla sýnir mismunandi getnaðarvarnir í samanburð.
P stendur fyrir fullkomna notkun (e. perfect use), T stendur fyrir venjulega notkun (e. typical use)
