
ÞÞSkilmálar
Vefsíðan flaedarmal.is er rekin af
Berit Mueller,
805 Selfossi.
Kennitala: 140887-3589
Sími: +354 699-7812
Netfang: berit@flaedarmal.is
Hér eftir er vísað til reksturs vefsíðunnar og þjónustunnar sem Flæðarmál.
Þjónustan Flæðarmáls er háð eftirfarandi skilmálum
Með því að opna og/eða nota heimasíðuna og/eða bóka viðtal, fyrirlestur eða námskeið samþykkir þú þessa skilmála. Flæðarmál áskilur sér rétt til þess að breyta eða afturkalla þessa skilmála hvenær sem er. Þá áskilur Flæðarmál sér rétt til að gera breytingar eða afturkalla efni á vefsíðunni.
Ef spurningar eða áhyggjur vaknar hafðu samband í gegnum tölvupóst berit@flaedarmal.is .
Almennt
Berit Mueller er með leyfi til að kenna frjósemislæsi eftir Sensiplan® frá Arbeitsgruppe Natürliche Familienplanung, MW Malteser Werke gGmbH, Erna-Scheffler-Str. 2, 51103 Köln, Þýskalandi. Til að viðhalda leyfi þarf Berit Mueller að sækja reglulega endurmenntun og handleiðslu hjá ofangreindu samtökunum.
Aðferðirnar, efnið, námskeiðin og viðtölin eru fræðandi og upplýsandi en ætti ekki að nota til að greina eða meðhöndla sjúkdóma. Ef um heilsufarsvandamál er að ræða er alltaf ráðlegt að hafa samband við heilbrigðisstofnun.
Rannsóknir um skilvirkni Sensiplan til að fyrirbyggja þungun hafa sýnt að aðferðarvirkni er 99,4% og hagnýt virkni er 98,2 % rannsókn 1 rannsókn 2. Notkun aðferðarinnar til að koma í veg fyrir þungun er á eigin ábyrgð notandans.
Þegar þjónusta er sótt til að auka líkur á þungun er ekki tryggt að þungun takist. Við langvarandi erfiðleika með getnað (12 mánuðir eða lengur) er alltaf ráðlagt að leita til læknis.
Efni á vefsíðunni
Þrátt fyrir að allt efni sé vandlega athugað og stöðugt uppfært, er ekki hægt að tryggja að það sé heilt, nákvæmt og uppfært.
Efni á þessari vefsíðu sem er höfundarréttarvarið af Flæðarmál má afrita, hala niður og dreifa, að því tilskildu að Flæðarmál sé tilgreint ásamt vefslóð síðunnar sem vitnað er til.
Ljósmyndir eru, ef ekkert annað tekið fram, í eigu Flæðarmáls og höfundarréttarvarnar.
Ljósmyndarinn er Andreea Elena Mercurean.
Ytri tenglar
Þrátt fyrir vandað eftirlit með efninu tekur Flæðarmál enga ábyrgð á innihaldi ytri tengla. Rekstraraðilar tengdra síðna bera einir ábyrgð á innihaldi þeirra.
Engin ábyrgð er tekin á tjóni sem hlotist getur vegna galla eða bilunar í vél- eða hugbúnaði sem tengjast þessu vefsvæði.
Persónuvernd
Persónuverndarstefnu Flæðarmáls má finna hér.
Neytendasamningar
Í því tilviki sem kaupandi fellur undir skilgreiningu 1. tl. 2. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016 gilda ákvæði þeirra laga. Neytandi er skilgreindur sem einstaklingur sem er kaupandi í viðskiptum sem lögin taka til í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans.
Ákvæði samningsins sem vísa í lagaákvæði um neytendasamninga og eða nota orðalagið neytandi eiga einungis við þegar skilgreiningin á neytanda er uppfyllt. Ákvæðin eiga því ekki við um lögaðila.
Hýsing þjónustunnar
Flæðarmál notar hugbúnaðinn Köru Connect til að innheimta greiðslur og bjóða upp á fjarnámskeið og fjarviðtöl.
Kara Connect er vinnsluaðili gagna (sjá notkunarskilmála Köru Connect hér).
Verð
Verð eru gefin upp í Íslenskum krónum og eru öll opinber gjöld innifalin í uppgefnum verðum á síðunni.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Flæðarmál sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Greiðsla
Greitt er fyrir námskeiðið að fullu, áður en það hefst. Hægt er að afbóka eða boða forföll í samræmi við afbókunar og forfallaskilmálana hér að neðan.
Greiðsla er innt af hendi með kredit- eða debetkorti sem gefin var upp við nýskráningu í Köru Connect. Flæðarmál hefur ekki aðgang að kortaupplýsingum kaupenda.
Notandinn fær kvittun fyrir greiðslunni á heimasvæði í Köru Connect sem hægt er framvísa til stéttarfélaga vegna greiðsluþátttöku. Viðkomandi þarf sjálfur að athuga hjá sínu stéttarfélaginu hvort námskeiðið telst styrkhæft.
Afslættir
Flæðarmal gefur í ákveðnum tilvikum út afsláttar og kynningarkóða, þessir kóðar eru ýmist einnota eða í gildi yfir ákveðin takmarkaðan tíma. Flæðarmal áskilur sér rétt til þess að afturkalla þessa kóða hvenær sem er og áskilur sér rétt til að bakfæra pantanir sem gerðar hafa verið með slíkum kóðum ef grunur leikur á að þeir hafi verið misnotaðir.
Ekki er hægt að bæta við afsláttarkóða eftir að pöntun hefur verið staðfest. Afsláttarkóðar gilda ekki af vörum sem eru þegar á tilboði eða afslætti.
Réttur til að falla frá samningi
Samkvæmt 16. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016 hefur neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi með tilkynningu til seljanda. Neytandi þarf ekki að tilgreina neina ástæðu fyrir ákvörðun sinni um að falla frá samningi og skal ekki bera neinn kostnað annan en þann sem kveðið er á um í 3. mgr. 21. gr., 22. gr. og 23. gr. laga þessara.
Sérstök athygli er vakin á 18. gr. e-lið laga þessara: Ekki er hægt að skila innsiglaðri vöru eftir að innsigli hefur verið rofið eftir afhendingu þegar lýðheilsusjónarmið eða hreinlætisástæður koma í veg fyrir að hægt sé að skila vöru.
Innifalið í námskeiðisgjaldi eru kennsluefni og hitamælir. Þegar þeim hefur verið afhent er ekki hægt að skila þeim og er kostnaðurinn dreginn frá endurgreiðslunni (18.000 ísk, júlí 2025). Í tilviki fjarnámskeiða á þetta við þegar gögnin og hitamælirinn hafa verið send í pósti.
Afbókanir og forföll - Einstaklingsviðtöl
Tilkynna skal forföll, breytingar eða afbókanir skriflega annað hvort með tölvupósti á berit@flaedarmal.is eða með smáskilaboðum í síma (+354 699-7812).
Tilkynningin telst ekki móttekin ef hún er gerð með öðru fyrirkomulagi. Ekki er hægt að tilkynna forföll í gegnum hugbúnaðinn Köru Connect.
Tilkynna þarf með að lágmarki 24 klst fyrirvara til þess að komast hjá forfallagjaldi.
Forfallagjald er 50% af andvirði þjónustunnar þegar afbókað er innan 24 klst. en meira en 12 klst. fyrir bókaða tímasetningu. Ef tilkynning berst innan við 12 klst. fyrir bókaðan tíma, eða berst ekki, þá er greitt fullt verð fyrir þjónustuna.
Flæðarmál áskilur sér rétt til að gera breytingar og afboða tíma.
Afbókanir og forföll - Hópnámskeið og fyrirlestrar
Tilkynna skal forföll, breytingar eða afbókanir skriflega annað hvort með tölvupósti á berit@flaedarmal.is eða með smáskilaboðum í síma (+354 699-7812).
Tilkynningin telst ekki móttekin ef hún er gerð með öðru fyrirkomulagi. Ekki er hægt að tilkynna forföll í gegnum hugbúnaðinn Kara connect.
Tilkynna þarf forföll, breytingar og afbókanir með að lámarki átta daga fyrirvara áður en hópnámskeið hefst eða fyrirlestur fer fram til þess að forðast forfallagjald.
Ef tilkynning berst innan þess frests er greitt fullt verð fyrir námskeiðið.
Ef neytandinn missir af tíma er ekki hægt að tryggja að honum verðir komið fyrir í öðrum hóp.
Flæðarmál áskilur sér rétt til að gera breytingar og afboða námskeið og fyrirlestra.
Sérstök skilyrði sem gilda um stöðluð Sensiplan® námskeið
Staðlað Sensiplan® námskeið til getnaðarvarna spannar fjóra fundi á þremur mánuðum. Æskilegur tími milli funda eru tvær til fjórar vikur. Ef meira enn sex vikur líða milli funda þarf mögulega að áætla fimmta fund sem er ekki innifalið í námskeiðsgjaldinu. Greitt er aukalega fyrir þann fund (30.000 ísk, júlí 2025).
Annað
Úrskurðaraðili vegna ágreinings á sviði neytendamála er kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Vefsíða nefndarinnar er www.kvth.is
Rísi upp ágreiningur um skilmálana skulu aðilar reyna eftir fremsta megni að ná sáttum um þann ágreining en að öðrum kosti skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Allan ágreining um þennan samning skal leyst úr eftir íslenskum lögum.