Sensiplan námskeið
Þetta námskeið mun kenna þér að nota Sensiplan® aðferðina sem eftirlit með tíðahringnum og getnaðarvörn.

Sensiplan® námskeiðið stendur yfir í þrjá mánuði og hittumst við í fjögur skipti. Hver fundur tekur ca. 2,5 tíma (samtals 10 tímar) og samanstendur af kennslu í bóklegu efni, æfingum og túlkun athugana þinna. Þú getur einnig fengið aðstoð við úrvinnslu næstu tveggja tíðablaða, óskir þú þess.
Þitt framlag: Á meðan þú lærir Sensiplan® aðferðina og sækir námskeiðið má gera ráð fyrir ca. klukkutíma á viku í bóklegum æfingum, auk 10 mínútna daglega til að skrá niður athuganir þínar.
Þinn ávinningur: Þú græðir á þekkingu alla þína frjósemisskeið og getur ávallt tekið upplýstar ákvarðanir um þinn eigin líkama.
Engin forþekking er nauðsynleg til að læra aðferðina. Eina skilyrðið er að hætta notkun hormónagetnaðarvarna í síðasta lagi við upphaf námskeiðsins.
Þar sem iðkun frjósemislæsis er á ábyrgð allra í sambandinu er mælt eindregið með því að maki þinn taki einnig þátt í námskeiðinu. Makanum er velkomið að vera með að kostnaðarlausu.
Frjósemislæsi er ekki vörn gegn kynsjúkdómum. Notaðu alltaf smokk ef þú hefur reglulega nýjan bólfélaga.
Staðnámskeið á Höfuðborgarsvæðinu eða á Selfossi
Netnámskeið í gegnum Köru Connect
Tími: 4 skipti á 3-4 vikna fresti - þú velur dagana
Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru
-
10 kennslutímar
-
æfingabók
-
hitamælir
-
gagnamappa
-
ráðgjöf yfir sex mánaða tímabil
Verð: 144.000 kr
Hafðu samband ef þú vilt skipta niður greiðslum.
Einnig er hægt að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum. Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu málið.
