
Frjósemislæsi eftir Sensiplan®
Sensiplan® er vísindaleg frjósemislæsisaðferð sem byggir á því að fylgjast með og túlka líkamsmerki sem segir til um frjósemi í legi. Þessi einkenni gera það mögulegt að ákvarða frjóa og ófrjóa daga allan tíðahringinn og þau geta einnig varað við hugsanlegu hormónaójafnvægi. Aðallífmerki til athugunar eru grunnlíkamshiti, leghálsslím og leghálsathugun. Að auki er fylgst með öðrum síendurteknum mynstrum í tíðahringnum.

Sensiplan® getur verið rétta leiðin fyrir þig
ef þú vilt skilja þinn eigin tíðahring betur og vilt læra um hormónaheilbrigði
ef þú ert að leita að hormónalausri og öruggri getnaðarvörn
ef þú vilt auka líkur á þungun
Kostir Sensiplan®
-
Stuðlar að líkamslæsi og skilningi á frjósemisferlum
-
Valdefling
-
Upplýst val sem veldur minni ótta við ótímabærar þunganir
-
Hormónalaus getnaðarvörn og því engar aukaverkanir
-
Fylgist með egglosi og viðheldur því
-
Mest rannsakaða og áhrifaríkasta frjósemislæsisaðferðin
-
aðferðarvirkni 99,6% og hagnýt virkni 98,2%
-
-
Kostnaðarlítil
-
Umhverfisvæn
-
Örugg við sérstakar aðstæður eins og í vaktavinnu, eftir fæðingu, við brjóstagjöf og á breytingaskeiði, einnig við PCOS
-
Eftir að hafa lært aðferðina einu sinni græðir túrveran allt sitt frjósemisskeið á þekkingunni
-
Árangursrík leið til að koma í veg fyrir eða sækjast eftir þungun
-
Gefur meiri innsýn í eigin frjósemi áður en stefnt er á meðferð eins og glasafrjóvgun
-
Hvetur alla aðila í sambandinu til ábyrgðar og opinnar umræðu um kynlíf
Iðkun frjósemislæsis eftir Sensiplan®
Tekur u.þ.b. 10 mínútur daglega
1. Mæla hita í 3 mínútur áður en farið er á fætur á morgnana & skrá á tíðablaðið
2. Fylgjast með útliti leghálsslímsins við allar klósettferðir & skrá á tíðablaðið
3. Skrá önnur einkenni og rútínufrávik á tíðablaðið
4. Túlka skráningar eftir regluverki Sensiplan®
5. Aðlaga kynhegðun að fjölskylduáætlun
Þetta virkar mikið í byrjun en eftir stuttan tíma kemst þetta upp í vana!
Ókostir aðferðarinnar
-
Verður að læra (tekur a.m.k. þrjá tíðahringi undir handleiðslu viðurkennds ráðgjafa)
-
Allir aðilar í sambandinu bera ábyrgð á að fylgja reglunum
-
Tíðahringurinn og samanlögð frjósemi ákvarða hraðann
-
Streita, veikindi og óheilbrigður lífsstíll geta gert úrvinnslu tíðahrings vandasamari
-
Sensiplan® verndar ekki gegn kynsjúkdómum, notaðu alltaf smokkinn ef þú ert reglulega með nýja/n bólfélaga!
Saga Sensiplans®
Sensiplan® er vísindalega rannsökuð aðferð og endurbættar reglur um fyrstu hita- og einkennameðferðina frá Roetzer. Hún hefur verið rannsökuð síðan 1981 af deild þýska Malteser Werke (Arbeitsgruppe NFP) og var upphaflega kölluð „Náttúrulegt fjölskylduáætlun“ (NFP). Allt frá upphafi hefur aðferðin verið í stöðugri skoðun með rannsóknum við háskólana í Düsseldorf og Heidelberg. Til þess að aðgreina hana frá öðrum óvísindalegum aðferðum var hún í október 2010 merkt Sensiplan®.
Þetta er mest rannsakaða og áhrifaríkasta frjósemislæsisaðferð sem til er. Lesið meira um rannsóknir og niðurstöður á ensku https://www.sensiplan.de/en/professionals/science-publications .