
Á bak við Flæðarmál

Ég heiti Berit. Ég er vottaður heildrænn kynfræðari frá ISEE og er einnig viðurkenndur Sensiplan® ráðgjafi. Ég er uppalin í Þýskalandi og með bakgrunn í kennslufræði og kynjafræði. Síðan 2023 hef ég setið í stjórn Kynís. Í starfi mínu vil ég hvetja aðrar túrverur til að mynda kærleiksríkt og forvitnilegt samband við reglulegar breytingar á líkama sínum auk heildræns skilnings á þeim. Ég legg mitt af mörkum til að draga úr skömm, feimni og röngum upplýsingum um frjósemi og túrheilbrigði.
Ég lærði fyrst um hormónalausar getnaðarvarnir um tvítugt af vinkonu minni. Samt liðu nokkur ár í viðbót þar til ég ákvað að kafa dýpra í efnið og kenndi sjálfri mér útgáfu af náttúrulegri fjölskylduáætlun (e. natural family planning). Ég áttaði mig á því hversu lítið ég vissi í raun um líkama minn og ég naut góðs af nýju þekkingunni. Nokkrum árum síðar, snemma árs 2023, ákvað ég að læra frjósemisráðgjöf og valdi Sensiplan® þar sem það er áhrifaríkasta og mest rannsakaða aðferðin og þar að auki kennt veraldlega. Síðan þá hef ég farið eftir Sensiplan® reglum um skráningu og túlkun og hlakka til að fylgja þér á þinni eigin vegferð.


„Nálgun mín við þig mun alltaf vera kynlífsjákvæð, fordómalaus og án aðgreiningar. Sama hvaðan þú kemur eða hvað þú ætlar að kanna, er markmið mitt að styðja þig í því að taka heilbrigðar og upplýstar ákvarðanir um þína eigin kynverund og í þínum samböndum.“
Flæðarmál
Að skilja mál flæðarinnar

Fyrirvari um efni á síðunni
Vefsíðan Flæðarmál (www.flaedarmal.is) veitir almennar upplýsingar og umræður um læknisfræði, heilsu og skyldu efni. Vefsíðan veitir enga læknisráðgjöf í gegnum efni og innihald. Aðferðirnar sem Berit Mueller og Flæðarmál leggja til í gegnum efni, vörur, námskeið, viðburði, samráð og viðtöl eru fræðandi og upplýsandi og ætti því ekki að nota til að greina eða meðhöndla sjúkdóma. Ef um heilsufarsvandamál er að ræða er alltaf ráðlegt að hafa samband við heilbrigðisstarfsmann að eigin vali.