
Hópnámskeið á Selfossi
Lærðu að lesa líkamann þinn
Sensiplan® námskeiðið stendur yfir í þrjá mánuði og hittumst við í fjögur skipti. Hver fundur tekur ca. 2,5 tíma (samtals 10 tímar) og samanstendur af kennslu í bóklegu efni, æfingum og túlkun skráninga þinna. Þú getur einnig fengið aðstoð við úrvinnslu næstu tveggja tíðablaða, óskir þú þess.
Þitt framlag: Á meðan þú lærir Sensiplan® aðferðina og sækir námskeiðið má gera ráð fyrir ca. klukkutíma á viku í bóklegum æfingum, auk 10 mínútna daglega til að skrá niður athuganir þínar.
Staðsetning
Fjölheimum
Tryggvagötu 13
800 Selfossi
Verð
58.000 ísk
Innifalið
-
10 kennslutímar
-
æfingabók
-
hitamælir
-
gagnamappa
-
ráðgjöf yfir sex mánaða tímabil
Dagsetningar
4 skipti frá 18:30-21:00
Á mánudögum
-
lota: 29. september 2025
-
lota: 20. október 2025
-
lota: 10. nóvember 2025
-
lota: 1. desember 2025
Skráningarfrestur líður þann 21. september n.k.
Afbókanir og forföll - Hópnámskeið
Tilkynna þarf forföll, breytingar og afbókanir með að lámarki átta daga fyrirvara áður en hópnámskeið hefst til þess að forðast forfallagjald.
Ef tilkynning berst innan þess frests er greitt fullt verð fyrir námskeiðið.
Ef þátttakandi missir af tíma er ekki hægt að tryggja að honum verðir komið fyrir í öðrum hóp.
Sérstök skilyrði sem gilda um stöðluð Sensiplan® námskeið
Staðlað Sensiplan® námskeið til getnaðarvarna spannar fjóra fundi á þremur mánuðum. Æskilegur tími milli funda eru tvær til fjórar vikur. Ef meira enn sex vikur líða milli funda þarf mögulega að áætla fimmta fund sem er ekki innifalið í námskeiðsgjaldinu. Greitt er aukalega fyrir þann fund (30.000 ísk, júlí 2025).
